Hjálmadagur Skjálfanda með léttu og menningarlegu ívafi

21.05.2019

Það er einn af vorboðunum þegar Kiwanishreyfingin á Íslandi afhendir öllum 7 ára börnum (1.bekkingum) á hverju ári reiðhjólahjálma í samstarfi við Eimskip.

Sumarið minnti svo sannarlega á sig s.l. miðvikudag 15. maí þegar félagar í Kiwanisklúbbnum Skjálfanda afhentu  öllum 7 ára börnum í grunnskólum á svæðinu frá Bakkafirði til Húsavíkur í blíðskaparveðri, sól og hiti milli 15 og 18.°C

Við Skjálfandafélagar hófum daginn með því að skreppa í heimsókn á austurhluta svæðisins,  í Grunnskóla Þórshafnar afhendu Kiwanisfélagar 9 fyrstu bekkingum reiðhjólahjálma,  í Grunnskóla Raufarhafnar var aðeins einn 7 ára nemandi  og í Öxarfjarðarskóla afhendum við 4 hjálma. Voru þessar heimsóknir afar ánægjulegar, kynntum við notkun hjálmanna og brýndum fyrir krökkunum að nota þá alltaf þegar farið væri út að hjóla. Okkur var allstaðar vel tekið og börnin alsæl með nýju hjálma sína.

Dagurinn endaði svo á Húsavík þar sem Skjálfandafélagar buðu af þessu tilefni til sérstaks Hjálmadags með léttu og menningarlegu  ívafi þar sem  öllum 7 ára börnum  á Húsavík ásamt forráðamönnum var boðið í heimsókn í Kiwanishúsið. Lögreglan mætir á staðinn til að leiðbeina um notkun hjálmanna, fræðir börnin í leiðinni um umferðareglur og brýnir fyrir þeim að fara varlega í umferðinni og gleyma ekki að nota hjálmanna þegar farið er út að hjóla.

Við þetta tækifæri og í tilefni af 45 ára afmæli klúbbsins á árinu afhenti Skjálfandi  nokkra styrki til góðgerðamála og voru fulltrúar styrkþega mættir, en þeir eru:

  • Björgunarsveitin Garðar á Húsavík, til tækjakaupa, m.a. fjarskipta búnaður, búnaður til  björgunar úr snjóflóðum ofl.  kr. 2.520.000,-
  • Marimba hópur úr Þingeyjarsveit,  vegna ferðar til Svíþjóðar,   kr. 210.000,-  .
  • Stúlknakór Húsavíkur,  vegna söngferðar til útlanda,   kr. 250.000,-  .
  • Unglingaráð Blakdeildar Völsungs, vegna æfingarferðar til útlanda,  kr. 150.000,-.
  • Á starfsárinu hefur Kiwanisklúbburinn Skjálfandi veitt styrki til nærsamfélagsins hér í Þíngeyjarsýslu  að heildarupphæð  kr. 4.355.895,-.

Að lokum var svo viðstöddum boðið til grillveislu þar sem allir fengu pylsur með öllu.  Þetta er einstaklega gefandi og skemmtilegt verkefni sem er Kiwanishreyfingunni og Eimskip til mikils sóma og viljum við Skjálfandafélagar þakka öllum þeim sem koma að þessu verkefni með okkur, en eins og undanfarin ár gaf Norðlenska pylsurnar, Heimabakaríið pylsubrauðin og Olís meðlætið.

Meðan á hátíðinni  stóð spilaði Marimbo hópurinn fyrir gesti og stúlknakór Húsavíkur söng nokkur lög, þá voru félagar úr Björgunarsveitinni Garðari á staðnum og sýndi nýja búnaðinn og fjölmörg öflug björgunartæki,  en Skjálfandi hefur komið að fjármögnun margra þeirra á undanförnum árum.   Þá var Eimskip á  staðnum með flutningatæki vel merktum til að minna á sinn þátt í verkefninu.

Mæting var góð og veðrið lék við viðstadda, því gat afhendingin og dagskráin farið fram úti á planinu við Kiwanishúsiða. Öll börnin í 1. bekk mættu og með forráðönnum barnanna og listafólkinu voru gestir vel yfir eitt hundrað.

Hér koma nokkrar myndir sem ljósmyndari Skjálfanda tók á Hjálmadeginum.


Skjálfandafélagarnir, Egill og Matthias, afhenda 7 ára börnum í Grunnskólanum á Þórshöfn reiðhjólahjálma.

 


Sigrún Helga Gunnarsdóttir, eini 7 ára nemandinn í Raufarhafnarskóla, ásamt Skjálfandafélögunum Agli og Matthiasi.

 


Nemendur Borgarhólsskóla á Húsavík með reiðhjólahjálmana sína ásamt Skjálfandafélögunum Hallgrími og Sigurgeir.

 


Lögreglan fræðir nemendur Borgarhólsskólaum notkun hjálmanna.

 

 


Forseti Skjálfanda, Hallgrímur Sigurðsson, ávarpar gesti á Hjálmadegi.

 


Vel var mætt á Hjálmadag Skjálfanda.

 


Kiwanisfélagar klárir í hjálmaafhendinguna.

 


Björgunarsveitin Garðar mætt á staðinn vel tækjum búin.

 


Stúlknakór Húsavíkur með stjórnanda sínum, Ástu Magnúsdóttur, sungu nokkur lög.

 


Marimba hópurinn úr Þingeyjarsveit spilaði fyrir viðstadda.

 


Björgunarsveitarmennirnir, Júlíus og Birgir taka við gjafabréfinu af Skjálfandafélögum, Hallgrími og Sigurgeir.

 


Forseti Skjálfanda, Hallgrímur Sigurðsson afhendir hér meðlimum Marimbi-hópsins ferðastyrkinn.

 


Forseti Skjálfanda, Hallgrímur Sigurðsson afhendir hér meðlimum Stúlknakórs Húsavíkur ferðastyrkinn.

 


Forseti Skjálfanda, Hallgrímur Sigurðsson afhendir hér Lúðvíki Kristinssyni blakdeild ÍFV  ferðastyrkinn.

 


Grillmeistararnir tilbúnir.

18.05.2019/EgO