Afmælisbarn dagsins, Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 45 ára

24.03.2019

Afmælisbarn dagsins, Kiwanisklúbburinn Skjálfandi, er stofnaður 24 mars 1974 og eru móðurklúbbarnir tveir  Hrólfur á Dalvík og Herðubreið, Mývatnssveit. Klúbburinn dregur nafn sitt af flóanum, Skjálfandi eða Skjálfandaflói sem Húsavík stendur við.

Afmælisbarn dagsins, Kiwanisklúbburinn Skjálfandi 45 ára

Klúbburinn er stofnaður 24 mars 1974 og eru móðurklúbbarnir tveir  Hrólfur á Dalvík og Herðubreið, Mývatnssveit. Klúbburinn dregur nafn sitt af flóanum, Skjálfandi eða Skjálfandaflói sem Húsavík stendur við.

 

                                               Description: http://skjalfandi.kiwanis.is/skrar/image/starfsar2014til2015/bekkur_kvoldsol_april/bekkur_kvoldsol_april_120_79_2.jpg

 

 

 

 

                   

Séð út á Skjálfandann

Oft er spurt, Hvað er Kiwanis ?

 Kiwanis er alheimssamtök sjálfboðaliða sem hafa að markmiði að bæta heiminn með þjónustu í þágu barna. 
Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða.  Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar. Þeir vinna einnig að umbótum á landsvísu.  Ekki síst vinna þeir að mannúðar og framfaramálum sem horfa til heilla fyrir bæjarfélag þeirra, sem opinberir aðilar annað hvort vilja ekki eða geta ekki sinnt.  Þannig verða þeir leiðandi aðilar í sínu byggðarlagi.

Sem dæmi má nefna aðstoð við ungt fólk eða aldrað, náttúruvernd, þróun félagslegrar aðstöðu og eflingu vináttu og skilnings milli manna og þjóða.  En hvert svo sem markmið Kiwanisfélaga er, er þeim öllum sameiginlegur þjónustuviljinn og löngunin til að eignast góða félaga innan klúbbsins síns og Kiwanishreyfingarinnar.

Að þessu hefur Kiwanisklúbburinn Skjálfandi starfað í 45 ár, og alla tíð verið starfsamur og öflugur í að taka virkan þátt í að bæta samfélagið og láta gott af sér leiða. Dæmi um það, líkt og fyrri ár, er styrkveitingar klúbbsins á liðnu ári voru að upphæð um 5,1 millj. til mikilvægra samfélagsverkefna s.s björgunarsveita, iþrótta-og æskuýðsmálala,heilbrigðis-og öldrunarmála,  menningarmála og barnafjölskyldna sem áttu vð veikindi að stríða.

Að vera kiwanisfélagi er gefandi starf og að starfa í klúbbi eins og Skjálfanda er líka mjög skemmtilegt, að starfa að góðum málefnum í öflugum félagsskap og um leið að kynnast mörgu nýju fólki er öllu fólki mikilvægt og um leið þroskandi og skilur eftir miklar og góðar minningar.

Á afmælisárinu er starfandi sérstök afmælisnefnd sem vinnur að því að gera afmælisárið spennandi og eftirminnanlegt fyrir félagana og einnig að vekja athyggli á starfi klúbbsins í nærsamfélaginu á afmælisárinu.

Nefndin hefur ákveðið að halda ekki sérstaklega upp á sjálfan afmælisdaginn, heldur gera árið eftirminnilegt með ýmsum uppákomum í klúbbstarfinu og ekki síst fyrir félagana sjálfa. Nú þegar hafa klúbbfélagar og makar farið saman í leikhús, síðan verður aðalfundur haldinn í maí sem sérstakur hátíðarfundur, þá er nefndin að skipuleggja hópferð til útlanda á haustdögum ofl.

Já það stefnir í enn eitt skemmtilegt ár í starfi Skjálfanda, og því ástæða til að vekja athyggli á þessum góða klúbbi og hvetja menn hér í samfélaginu að kynna sér vel Kiwanisstarfið og ganga til liðs við Skjálfanda og vera með í þessari mikilvægu, gefandi ig skemmtilegu velferð.                                       Saman náum við árangri, það er alltaf gaman saman í kiwanis !

Húsavík 24. mars 2019/EgO