Skjálfandafélagar í góðum gír um helgina!

18.02.2019

Stóðu um helgina að 30. "Opna Húsavíkurmótinu í Boccia" með Bocciadeild Völsungs,                                 og tileinkuðu því verkefni "meistarmánaðar Óðinssvæði" í febrúar!

   "Eflum starf og vináttu",  ."Alltaf gaman saman í Kiwanis",

 

 

Opna Húsavíkurmótið í Boccia 2019

Opna Húsavíkurmótið í Boccia, sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, var haldið nú í 30 skipti í Íþróttahöllinni  sunnudaginn 17. febr. s.l..

Kiwanismenn sáu um alla dómgæslu, merkingu valla, og koma að undirbúningi mótsins.  Mótinu stýrði stjórn Bocciadeildar Völsungs

Kiwanismenn við dómarastörf

Mótið tókst í alla staði vel, góð þátttaka að venju er sýnir velvilja bæjarbúar og fyrirtæki, en þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni. 

            Til leiks mættu 32 lið,  eins og á alvörumótum var fyrirkomulag þannig að fyrst  var riðlakeppni og svo að lokum úrslit um sæti og öll liðin 8 sem komust í úrslit hlutu vegleg verðlaun frá fyrirtækjum sem styrktu mótið.  En þau eru  Norðlenska, Háriðjan, verslunin Salvia, Foss Hótel, Salka veitingahús, Sjóböð Húsavíkur, Trésmiðjan Rein, Bennabúð og Norðursigling, að ógleymdum öllum sem styrktu mótið með því að senda lið í keppnina.      Er þessum aðilum öllum  þakkað fyrir stuðninginn og velviljann.

 

Úrslit Opna Húsavíkurmótsins í boccia 2019:

1. sæti,  Lið frá Norðurþingi- Stjórarnir“, Kristbjörn Óskarss og Kristján Þór Magnúss. 

 

"Stjórarnir" Húsavíkurmeistarar 2019, með bikarinn og hangikjöt frá Norðlenska.

 

2. sæti,   „ Lið frá Heldri borgurum - Ráðleysa“, Guðmundur Magnúss. og Hreinn Jónsson.                    

    

"Ráðleysa" í úrslitaleiknum.  2. sæti, Verðlaun, gjafabréf frá Sjóböðunum.

 

 3. sæti,    „ Lið frá Miðjunni - Vinkonurnar“,  Hildur Sigurgeirsd. og  Birta Laufdal.

   

"Vinkonurnar", lið frá Miðjunni. 3. sæti,  verðlaun,  snyrtivörur frá Háriðjunni.

 

4. sæti,   „ Lið frá Norðlenska – Tiger Woods“, Jónas Friðriks. og Davíð kokkur                                                        Verðlaun, útivistarpeysur frá Bennabúð.

Auk þessa hlutu öll liðin 8 sem komust í úrslit glæsileg verðlaun frá styrktaraðilum mótsins.

Húsavíkurmeistararnir í Boccia  2019 varð  „ Lið Norðurþings-Stjórarnir“ í því eru     Kristbjörn Óskarsson, kaffistofustjóri og Kristján þór Magnússon, sveitarstjóri,  hlutu þeir að launum glæsilegan farandbikar sem gefin var á sínum tíma af  Norðlenska ehf og var nú keppt um í sjöunda sinn. Öræfabræður meistarar síðasta árs komust ekki til leiks til að verja titilinn vegna vonsku veðurs og ófærðar í Bárðadal.

Einnig  var afhentur  “Hvatningabikar ÍF” sem hin öfluga bocciamaður Einar Annel Jónasson hlaut að þessu sinni.  Bikarinn er farandbikar gefinn af  Íþróttasambandi Fatlaðra og veittur árlega þeim einstaklingi sem að mati stjórnar Bocciadeildar og þjálfara sýnir bestu ástundun, eljusemi í starfi  og góðar framfarir. Handhafi bikarsins var fyrst valinn 1995.

 

Einar Annel, handhafi "Hvatningabikars ÍF  2019"

 

Mótið tókst í alla staði vel, afar skemmtilegt,  mikil stemming, og spenna. Glæsilegt og fjölmennt mót en auk keppenda kom fjöldi gesta í  iþróttahöllinni þegar mest var. 

Takk fyrir góðan dag og sjáumst hress að ári á næsta „Opna Húsavíkurmóti í Boccia“.                      

17.02.19-Bocciadeild Völsungs/Kiwanisklúbburinn Skjálfandi/EgO