Opna Húsavíkurmótið í Boccia, verkefni Skjálfanda í meistaramánuði, febrúar 2019

12.02.2019

Opna Húsavíkurmótið í Boccia, verkefni Skjálfanda í meistaramánuði

Það er orðinn fastur liður kiwanisklúbba í Óðinssvæði að tileinka einu verkefni í febrúarmánuði (meistaramánuði) til góðgerðamála, nú samþykktu félagar í Skjálfanda að þeirra framlag yrði eins og á síðasta ári „Opna Húsavíkurtmótið í Boccia“.

 

Opna Húsavíkurmótið í Boccia, verkefni Skjálfanda í meistaramánuði

Það er orðinn fastur liður allra kiwanisklúbba í Óðinssvæði að tileinka einu verkefn febrúarmánuði (meistaramánuði) til góðgerðamála, nú samþykktu félagar í Skjálfanda að þeirra framlag yrði eins og á síðasta ári

                                  „Opna Húsavíkurtmótið í Boccia“.

Það hefur verið eitt af föstu verkefnum Skjálfanda til fjölda ára að standa fyrir fjáröflun með Bocciadeild Völsungs og haldið í samráði við deildina Húsavíkurmótið í boccia, sem er firmakeppni þar sem fyrirtæki, hópar og einstaklingar mæta með lið og greiða þáttökugjald. Ákveðið er að halda mótið sunnudaginn 17. febrúar n.k. og er þetta 30. mótið frá upphafi sem Kiwanisklúbburinn Skjálfandi kemur að með fötluðu íþróttafólki á svæðinu.

Félagar Kiwanisklúbbsins Skjálfanda og aðstandendur þeirra koma að undirbúningi mótsins, annast merkingu valla í Íþróttahöllinni og alla dómgæslu á mótinu.

Mótið hefur alltaf tekist vel og þátttaka verið góð eða milli 30 og 40 lið sem mætt hafa til leiks og fjöldi áhorfanda. Bæjarbúar og fyrirtæki hafa sýnt þessu móti mikinn áhuga og verið tilbúin að styðja við bakið á starfi klúbbsins og Bocciadeildarinnar og átt saman skemmtileg fjölskyldudag í Íþróttahöllinni. 

Keppt er um farandbikar sem gefin var af Norðlenska ehf og fjölda annarra glæsilegra verðlauna sem gefin eru af fyrirtækjum í bænum.
Egill Olgeirsson, form. Boccianefndar Skjálfanda
 

                                 " OPNA HÚSAVÍKURMÓTIÐ Í BOCCIA 2019 - Liðakeppni
                         Verður haldið í Íþróttahöllinni  SUNNUDAGINN 17. febrúar kl. 13 – 17
• Þetta verður að venju laufléttur leikur fyrir alla, keppt verður í 2-ja manna liðum
• Mótið er fjáröflun fyrir hin fræknu Boccialið Völsungs. Lágmarks þátttökugjald er kr. 5000 á lið
• Keppt verður um glæsilegan farandbikar frá Norðlenska. Að venju verða fleiri vegleg verðlaun í boði.
• Minnum á að skráning þarf að berast fyrir kl. 20,00 fimmtudaginn 14. feb. n.k. 
                                                                       í síma 892 4133, eða netfang: egops@simnet.is
 ! Fjölmennum í höllina sunnudaginn 17. februar n.k.!!
• ! Höfum gaman saman.!!
                               Bocciadeild Í.F.V/Kiwanisklúbburinn Skjálfandi"