Vetrarstarfið hafið í Skjálfanda

17.10.2018

Vetrarstarfið hafið í Skjálfanda - Fyrsta Kiwanisfundi haustsins lokið, svo kallaður uppgjörsfundur sem haldinn var 10. okt. s.l..

Þar var liðið starfsár gert up og reikningar kynntir

 

Vetrarstarfið hafið í Skjálfanda

Þá er fyrsta Kiwanisfundi haustsins lokið, svo kallaður uppgjörsfundur sem haldinn var 10. okt. s.l..

Fram kom að félagar hafa aðhafst ýmislegt í sumar m.a. fóru 3 félagar með maka í hópferð kiwanisfélaga til Ítalíu á Evrópuþingið, þá er nýafstaðið gott umdæmisþing í Mosfellsbæ þar sem fulltrúar og embættismenn Skjálfanda mættu.

Á fundinum voru kynntir reikningar klúbbsins fyrir liðið starfsár, sýna Félagssjóður, Styrktarsjóður og  Hússóður allir mjög ásættanlega niðurstöðu og góða afkomu og Samstæðureikningur góðan og traustan efnahag..

Í umræðum á fundinum,  þar sem starfsárið var gert upp og lagðar línur fyrir komandi vetrarstarf, kom fram að liðið starfsár var nokkuð gott, fjáröflun gekk vel og veitti klúbburinn all nokkra veglega styrki í brýn verkefni. Ekki síst sem varðaði björgunarsveitina okkar, íþrótta- og æskulýðsmál og forvarnar-verkefni í anda Kiwanis "Börnin fyrst og fremst".Veittir styrkir á starfsárinu voru í heild um 4,5 millj.  

Eina sem ekki gekk eftir áætlun var að efla klúbbinn með því að fá inn nýja félaga, en félögum fækkaði um einn á starfsárinu. Það er því verðugt og brýnt verkefni á þessu starfsári að fjölga félögum.


Já klúbburinn stendur vel fyrir sínu og er mikilvægur hlekkur í flóru félagsstarfs í nærsamfélaginu hér á Húsavík.Það var nokkuð létt yfir Skjálfandafélögum í upphafi starfsársins eftir sumarið og framundan er í næstu viku eða miðvikudaginn 17. október, sameiginlegur stjórnarskiptafundur 3-gja klúbba á Óðinssvæði, Öskju, Herðubreiðar og Skjálfanda, á Sel-hóteli í Myvatnssveit.

 

Þetta var síðasti fundur Guðmundar Kars Sigríðarsonar sem forseta, en hann hefur stýrt klúbbnum s.l tvö starfsár. Þakkaði hann fyrir sig og félagar þökkuðu honum fyrir gott starf í klúbbnum á þessum tíma..

Góðar veitingar á fundinum voru framreiddar og í boði  Matthiasi Annisiusi og konu hans Jane.,

Alltaf gaman saman í Kiwanis, þetta var fróðlegur og skemmtilegur fundur að vanda í þessum magnaða klúbbi, Kiwanisklúbbnum Skjáfnda!

2018-10-10/EgO

 

 

Myndin úr starfi Skjálfanda