Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Skj�lfandi- Hjálmar á Húsavík
26. apríl 2017

Hjálmar á Húsavík

 
Sumarið minnti á sig í dag (26.4) þegar Kiwanisklúbburinn Skjálfandi afhendi 7 ára börnum á Húsaavík reiðhjólahjálma og bauð gestum í grill og kaffi.

Þetta hefur verið árlegur viðburður hjá klúbbnum til margra ára en þetta verkefni Kiwanishreyfingarinnar er í samstarfi við Eimskip í ár eins og undanfarin ár.

 

Við Skjálfandafélagar notum þetta tækifæri og höldum hátíðlegan Hjálmadag með léttu og fróðlegu ívafi og er öllum 7 ára börnum  á Húsavík ásamt forráðamönnum  boðið í heimsókn í Kiwanishúsið. Lögreglan mætir á staðinn til að leiðbeina um notkun hjálmanna, fræðir börnin í leiðinni um umferðareglur og brýnir fyrir þeim að fara varlega í umferðinni og gleyma ekki að nota hjálmanna þegar farið er út að hjóla.

 

Þá er Eimskip á  staðnum með fulltrúa og flutningatæki vel merktum til að minna á sinn þátt í verkefninu.

 

Að lokum var svo viðstöddum boðið til grillveislu þar sem allir fengu pylsur með öllu tilheyrandi. Þetta er einstaklega gefandi og skemmtilegt verkefni sem er Kiwanishreyfingunni og Eimskip til mikils sóma og viljum við Skjálfandafélagar þakka öllum þeim sem koma að þessu verkefni með okkur, en t.d. Norðlenska gaf allar pylsurnar eins og undanfarin ár,  pylsubrauðin voru frá Heimabakaríinu og meðlætið frá Olís. Fullorðna fólkinu var boðið inn í kaffi og spjallað  m.a. rætt um Kiwanis, störf Skjálfanda og verkefni þeirra í þágu nærsamfélagsins í gegnum árin.

 

Mæting var góð og sumarið minnti rækilega á sig, því í dag hlýnaði verulega og sólin skein glatt, og gat afhendingin farið fram úti á planinu við Kiwanishúsiða, öll börnin í 1. bekk mættu og með forráðönnum voru gestir yfir 70.

 

Hjálmum til 7 ára barna í grunnskólunum hér í nágrenninu, þ.e. allt austur á Þórshöfn, verður dreift næstu daga og njóta Skjálfandafélagar aðstoð Eimskips og lögreglunnar við það.

   

26.04.2017/EgO

Myndir 640.is

 

Fleiri myndir
hér
 
 

Til baka