Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Skj�lfandi- Svæðisráðsfundur Óðinssvæðis
03. apríl 2017

Svæðisráðsfundur Óðinssvæðis

 
Svæðisráðsfundur var haldinn á Húsavík laugardaginn 1. apríl.

Fundurinn var einkar vel sóttur er 34 kiwanisfélagar mættu til fundar á Húsavík. Þar á meðal umdæmisstjóri, kjörumdæmisstjóri, formaður fræðslunefndar og formaður kynningar og markaðsnefndar.  
 
Á fundinum var fjallað um samstarf klúbba á svæðinu  og fóru fram umræður í 2 vinnuhópum  samtstaða klúbbanna á svæðinu koma berlega í ljós við kynning á niðurstöðum hópanna koma greinilega í ljós þar sem niðursöður beggja hópa voru nánast samhljóða, áhersla er lögð á að halda árshátið svæðisins og sumarhátið verði á sínum stað og stuðal þannig að meiri kynnum félaga á svæðinu. Jafnframt voru allir samamála um að þáttaka í sameiginlegum verkefnum kæmi vel til greina í sérstökum tilfellum  þó áherslan væri á verkefni í heimabyggð svo og að taka þátt í landsverkefnum.

Fyrir fundinum lág að velja verðandi kjörsvæðisstjóra og bauð Ómar Hauksson úr Skildi Fjallabyggð sig fram til starfans of var hann staðfestur með lófataki
.
Kjörsvæðisstjóri Ingólfur Sveinsson úr Öskju kynnti sína áherslur fyrir næsta starfsár Og Haukur Umdæmisstjóri fór yfir starfið í umdæminu.
 
Og að sjálfsögu var “messa”  svæðisstjóra Benedikts Kristjánssonar á dagskrá. Fundurinn tókst í alla staði vel og var léttur andi yfir Kiwanisfélögum í Óðinssvæði sem oft áður.
 
Fleiri myndir hér  
 
Fréttin birtist á kiwanis.is
 

Til baka