Hjálpum börnum heimsins
Kiwaniskl�bburinn Skj�lfandi- Opna Húsavíkurmótið í Boccia
15. mars 2017

Opna Húsavíkurmótið í Boccia

 
Opna Húsavíkurmótið í Boccia, sem er fastur liður í starfi Boccideildar Völsungs með góðum stuðningi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda, var haldið í Íþróttahöllinni s.l. laugardag.

Kiwanismenn sáu um alla dómgæslu, merkingu valla, og koma að undirbúningi mótsins.  Mótinu stýrði stjórn Bocciadeildar Völsungs, Egill Olgeirsson, mótstjóri,  Anna María Þórðardóttir  yfirdómari, Kristín Magnúsdóttir og Sigurgeir Höskuldsson sáu um ritun og tölvuskráningu..   
 
Mótið tókst í alla staði vel, góð þátttaka að venju er sýnir það enn einu sinni að bæjarbúar og fyrirtæki eru tilbúin að styðja við bakið á Bocciadeildinni með þátttöku. En þetta er fjáröflun fyrir deildina í formi firmakeppni. 
 
Þá var í fjórða sinn einnig keppni í krakkaflokki fatlaðra, en krakka-boccia hófst hjá deildinni í upphafi árs 2014. Fengu þau öll myndarleg verðlaun frá Víkurraf og Vodafone.

Úrslit Opna Húsavíkurmótsins í boccia 2017:

1. sæti,   „Trésmiðjan Rein ehf - Systrabörn“, Jóna Rún Skarphéðinsdóttir og Hólmgeir
                  Hreinsson. 
Verðlaun,  hangilæri frá Norðlenska og púðar frá Önnubé handverki.

2. sæti,   „Félagarnir“, Olgeir Heiðar Egilsson  og Sigurður Dagbjartsson.
                 Verðlaun,  kertastjakar frá Garðarshólma og 5.000 kr úttekt í Skóbúðinni.

3. sæti,    „Öræfabræður“, Ásgrímur Sigurðsson og Kristján Valur Gunnarsson.
                  Verðlaun, heyrnartól frá Víkurraf og pizzuúttekt frá Sölku.
 
4. sæti,   „Heldriborgararnir-Ráðleysa“, Sveinbjörn Magnússon og Guðmundur Magnússon.
                 Verðlaun, gjafabréf  frá Penninn/Eymundsson.

Húsavíkurmeistararnir í Boccia 2017,  Trésmiðjan Rein ehf - Systrabörn“, Jóna Rún Skarphéðinsdóttir og Hólmgeir Hreinsson  hlutu að launum glæsilegan farandbikar sem gefinn var á sínum tíma af  Norðlenska ehf og var nú keppt um í fimmta sinn.

Einnig var afhentur „Hvatningabikar ÍF” sem hin öfluga bocciakona Hildur Sigurgeirsdóttir hlaut að þessu sinni.  Bikarinn er farandbikar, gefinn af  Íþróttasambandi Fatlaðra og veittur árlega þeim einstaklingi sem að mati stjórnar Bocciadeildar og þjálfara sýnir bestu ástundun, eljusemi í starfi og góðar framfarir.
 
Verðlaun öll voru glæsileg og sýnir hug fyrirtækja til Bocciadeildarinnar og Kiwanis, og er þeim þakkað fyrir frábæran stuðning.
 
Mótið var afar skemmtilegt og tókst mjög vel, mikil stemming, og spenna. Glæsilegt mót með yfir 60 keppendur og mikill fjöldi gesta var í íþróttahöllinni þegar mest var. 
 
Takk fyrir góðan dag og sjáumst hress að ári á næsta „Opna Húsavíkurmóti í Boccia“.
 
 
 
 
12.03.17/EO
 

 

Til baka